Klopp stöðvaði rifrildi Núnez og Guardiola (myndskeið)

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þurfti að draga framherjann sinn, Darwin Núnez, í burtu en leikmaðurinn virtist hafa mikið að segja við Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Leikurinn endaði með 1:1-jafntefli og í leikslok gekk Núnez upp að Guardiola og tók í höndina á honum. Svo virtist hann benda í áttina að vellinum og segja eitthvað sem Guardiola vildi ræða frekar en Klopp faðmaði þá Núnez að sér og stöðvaði samræður þeirra og tveir aðrir drógu hann burt.

Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert