Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þurfti að draga framherjann sinn Darwin Núnez frá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, eftir leik liðanna í gær sem fór 1:1 í Manchester.
„Ég held að rifrildið hafi ekkert að gera við sögu liðanna, ég held að Darwin Nunez viti ekkert um hana, þetta voru bara tilfinningar.
Ég kom ekki nálægt þessu, ótrúlegt en satt.
Ég veit ekki hvort að ég ætti að vera sá sem útskýrir hvað gerðist því ég skildi ekki orð,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik um atvikið en Núnez var líklegast að ræða við Guardiola á spænsku.
Darwin Nunez rattling Pep. 😭 pic.twitter.com/6Fk5Sr0ZGV
— Samuel (@SamueILFC) November 25, 2023