Rangstöðuþrenna Son (myndskeið)

Aston Villa bar sigur úr býtum gegn Tottenham í dag er liðin mættust í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar, en lokatölur voru 2:1 og komst Aston Villa upp fyrir Tottenham í deildinni. 

Son Heung-Min skoraði þrjú mörk í leiknum en öll voru þau dæmd af vegna rangstöðu og áttu leikmenn Tottenham 18 skot í leiknum. Aston Villa hafði þó betur að lokum og hefur liðið byrjað þetta tímabil af miklum krafti.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert