Unai Emery, knattspyrnustjóri Aston Villa, trúir því ekki að liðið nái Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni, en hvetur leikmennina til þess að njóta þess að reyna það.
Aston Villa vann góðan 2:1-sigur á Tottenham fyrr í dag og fór með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar, upp fyrir Tottenham í töflunni. „Það eru sjö lið sem eru líklegri en við að enda í efstu fjórum sætunum, en á meðan okkur gengur svona vel þá verðum við að njóta þess að reyna“.
Liðin sem hann telur líklegri eru Manchester City, Manchester United, Liverpool, Arsenal, Tottenham, Chelsea og Newcastle.
„Við fáum mikið sjálfstraust eftir svona leiki, en það eru 38 leikir á tímabilinu og við verðum að halda áfram. Við erum ánægðir og við verðum að njóta. Nú hvílum við og hugsum um leikina á fimmtudag og sunnudag.“