United án lykilmanna og stjórans

Erik ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United.
Erik ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United. AFP/Glyn Kirk

Manchester United mætir á heimavöll Everton, Goodison Park, í dag klukkan 16.30 í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Manchester United er án lykilmanna og segir Erik ten Hag að álagið á leikmönnum sé of mikið og þeir nái ekki að hvíla nóg milli leikja.

Erik ten Hag er án margra lykilmanna liðsins en þar má nefna þá Lizandro Martinez, Casemiro, Christian Eriksen, Mason Mount, Rasmus Hojlund og Tyrell Malacia. Auk þess verður Erik ten Hag að fylgjast með leiknum úr áhorfendastúkunni þar sem hann tekur út leikbann fyrir fjölda gulra spjalda á tímabilinu. 

„Við spiluðum flesta leiki af öllum í Evrópu og þar að auki var heimsmeistaramótið á miðju tímabili. Allir stjórar kvarta yfir miklum fjölda leikja en á hverju tímabili bætast við fleiri og fleiri viðureignir. Leikmenn þurfa líka að halda sér í standi á æfingum og mæta því álagi sem búist er við úr leikjunum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert