Lewis Dunk, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Brighton, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna framkomu sinnar í leiknum gegn Nottingham Forest í úrvalsdeildinni á laugardaginn.
Dunk fékk fyrst gula spjaldið fyrir að mótmæla vítaspyrnudómi Anthonys Taylors. Hann lét ekki þar við sitja og virðist ekki hafa vandað Taylor kveðjurnar því Taylor reif umsvifalaust upp rauða spjaldið og rak fyrirliðana af velli.
Dunk verður því ekki með Brighton í næstu leikjum, gegn Chelsea og Brentford, en hann er fyrsti leikmaðurinn í deildinni í fimmtán ár sem fær rauða spjaldið fyrir framkomu við dómara innan vallar.
Brighton vann leikinn 3:2 þrátt fyrir brottreksturinn og er í áttunda sæti deildarinnar með 22 stig.