Leikmaður Arsenal snýr aftur á næsta ári

Fábio Vieira.
Fábio Vieira. AFP/Glyn Kirk

Fábio Vieira, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, gekkst undir aðgerð á dögunum vegna nárameiðsla.

Þetta tilkynnti Mikel Arteta, stjóri Arsenal, á blaðamannafundi í dag en Vieira, sem er 23 ára gamall, hefur komið við sögu í 8 leikjum með Arsenal í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Hann hefur skorað eitt mark og lagt upp þrjú til viðbótar í þessum þremur leikjum en hann gekk til liðs við félagið frá Porto sumarið 2022.

Arteta býst við því að Vieira snúi aftur á knattspyrnuvöllinn í lok janúar og því ljóst að hann spilar ekki meira með liðinu á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert