Brasilíski knattspyrnumaðurinn Douglas Luiz er eftirsóttur þessa dagana en hann er samningsbundinn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
ESPN greinir frá því að Arsenal ætli sér að leggja fram tilboð í miðjumanninn, sem er 25 ára gamall, þegar janúarglugginn verður opnaður.
Þá greinir vefmiðillinn 90min frá því að Manchester City og Liverpool hafi einnig áhuga á honum.
Luiz gekk til liðs við Aston Villa frá Manchester City sumarið 2019 og á að baki 171 leik fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 18 mörk og lagt upp önnur 17. Þá á hann að baki 11 A-landsleiki fyrir Brasilíu.
Hann er samningsbundinn Aston Villa til sumarsins 2026 en hann kostar í kringum 50 milljónir punda.