Sagði dómarann gagnslausan og fékk bann

Úlfunum hefur þótt margir umdeildir dómar farið gegn sér á …
Úlfunum hefur þótt margir umdeildir dómar farið gegn sér á tímabilinu. AFP/Glyn Kirk

Matt Hobbs, íþróttastjóri Wolverhampton Wanderers, var á dögunum úrskurðaður í eins leiks bann af enska knattspyrnusambandinu og gert að greiða 4.000 punda sekt vegna orðbragðs sem hann viðhafði eftir leik karlaliðsins gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði.

Leiknum lauk með 2:2 jafntefli eftir að Newcastle skoraði úr vítaspyrnu sem Anthony Taylor dæmdi og þótti afar umdeild.

Mirror greinir frá þvi að Hobbs hafi kallað til Taylors eftir leik og sagði hann fullkomlega gagnslausan og bætti við þekktu blótsyrði.

Taylor þótti ummælin óviðeigandi og sagði fyrir nefnd þegar málið var tekið fyrir að hann hafi látið Hobbs vita af því í leikslok.

Hobbs hafi svarað því: „Ég hlakka til að fá aðra afsökunarbeiðni frá þér.“

Hefur hann þegar tekið út bann sitt og þarf nú að greiða sem nemur 700.000 íslenskum krónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert