Augljóst hver skoraði fallegasta markið (myndskeið)

Þó nokkur lagleg mörk hafi litið dagsins ljós í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um síðustu helgi var aðeins eitt mark sem kom til greina sem það fallegasta.

Það skoraði Alejandro Garnacho með stórkostlegri hjólhestaspyrnu í 3:0-sigri Manchester United á Everton á sunnudag.

Michael Olise skoraði glæsilegt mark fyrir Crystal Palace og Raheem Sterling skoraði beint úr aukaspyrnu fyrir Chelsea.

Öll fallegustu mörk 13. umferðar má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert