Heimsmeistarinn með ótrúlega vörslu (myndskeið)

Markverðir ensku úrvalsdeildarliðanna í knattspyrnu karla unnu sannarlega fyrir kaupi sínu þegar 13. umferð deildarinnar fór fram um síðustu helgi.

Emi Martínez, markvörður Aston Villa og heimsmeistara Argentínu, var einn þeirra og varði frábært skot Pierre-Emiles Höjbjergs, miðjumanns Tottenham Hotspur, með ótrúlegum hætti þegar Villa hafði betur í leik liðanna á sunnudag.

Þó André Onana hafi verið skúrkurinn í jafntefli Manchester United gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í vikunni hefur hann staðið sig vel í deildinni undanfarið og varði til að mynda glæsilega frá Idrissa Gana Gueye í 3:0-sigri á Everton á sunnudag.

Fallegustu markvörslur 13. umferðar má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert