Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla léku listir sínar sem endranær þegar 13. umferð deildarinnar fór fram um síðustu helgi.
Úrvalsdeildin tók saman bestu tilþrifin þar sem rauði þráðurinn er leikmenn að setja boltann á milli fóta andstæðinga sinna, það er að klobba þá.
Bestu tilþrif 13. umferðar má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.