Leikmaður United þurfti í aðra aðgerð

Tyrell Malacia í leik með Manchester United á síðasta tímabili.
Tyrell Malacia í leik með Manchester United á síðasta tímabili. AFP/Oli Scarff

Hollenski knattspyrnumaðurinn Tyrell Malacia, vinstri bakvörður Manchester United, þurfti að gangast undir aðra aðgerð á hné á dögunum eftir að bakslag kom í endurhæfingu hans.

Malacia meiddist í sumar og gekkst þá undir aðgerð á hné. Hefur hann ekkert spilað með Man. United á tímabilinu vegna meiðslanna.

Samkvæmt yfirlýsingu frá félaginu kom bakslag í bata Malacia, þó ekki sé tekið fram hvers háttar bakslag, og því þurfti hann að gangast undir aðra aðgerð á sama hné.

Í yfirlýsingunni segir að hún hafi heppnast vel og Malacia muni halda áfram endurhæfingu sinni hjá félaginu í þeirri von að snúa aftur á völlinn snemma á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert