Brentford vann botnslaginn

Ben Mee að fagna öðru marki Brentford í leiknum.
Ben Mee að fagna öðru marki Brentford í leiknum. AFP/Adrian Dennis

Brentford vann 3:1-sigur á Luton Town í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag á heimavelli.

Brentford var mun meira með boltann í fyrri hálfleik eða 77 prósent en þeir náðu þrátt fyrir það ekki að komast í gott marktækifæri á fyrstu 45 mínútunum og sama sagan var með Luton.

Brentford fór vel af stað í seinni hálfleik og Neal Maupey skoraði fyrsta mark þeirra á 49. Mínútu. Yoane Wissa kom með fyrirgjöf sem Ben Mee skallaði lengra inn í teiginn, boltinn lenti beint fyrir fætur Maupey sem setti hann í netið af stuttu færi, 1:0.

Ben Mee skoraði svo annað mark Brentford stuttu síðar með skalla eftir hornspyrnu sem Bryan Mbeumo tók.

Á 78. mínútu skoraði Jacob Brown fyrir Luton en það var fyrsta skot Luton á markið í leiknum og komst með því inn í leikinn.

Brentford bætti þá í og skoraði þriðja mark þeirra á 82. mínútu en það var Shandon Baptiste sem skoraði það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert