Everton vann sterkan útisigur á Nottingham Forest, 1:0, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Nottingham í dag.
Sigurmark Everton skoraði Englendingurinn Dwight McNeil á 65. mínútu leiksins og þar við sat.
Everton er í 18. sæti með sjö stig en tíu stig voru dregin af liðinu. Nottingham Forest er í 15. sæti með 13 stig.