Fljótasta mark tímabilsins hingað til kom í dag í leik Burnley gegn Sheffield United í 14. umferð ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Turf Moor. Leikurinn endaði 5:0 fyrir Burnley.
Jay Rodriguez skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 15 sekúndur en það er fljótasta mark skorað í deildinni hingað til.
Charlie Taylor kom með fyrirgjöf frá kantinum sem Rodriguez skallaði í markið.
Eftir um hálftíma leik var Burnley svo komið í 2:0 forystu eftir marki frá Jacob Bruun Larsen. Dara O´Shea sendi langan bolta yfir vörn Burnley sem Bruun tók vel á móti og skilaði í markið, staðan því 2:0.
Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks fékk Oliver McBrune sitt annað gula spjald og þar með rautt svo Sheffield byrjaði seinni hálfleikinn í rosalegri brekku, manni færri og tveimur mörkum undir.
Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á fyrir markaskorarann Bruun á 65. Mínútu.
Sheffield náði að loka vel á Burnley þar til á 73. mínútu þegar Zeki Amdouni skoraði þriðja mark liðsins og á fimm mínútna kafla skoruðu Luca Koleosho og Josh Brownhill mörk fjögur og fimm fyrir Burnley.
Burnley er enn í fallsæti þrátt fyrir sigurinn í 19. sæti með sjö stig og Sheffield er þar fyrir neðan með fimm stig.