Dwight McNeil tryggði Everton góðan útisigur á Nottingham Forest, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Sigurmark McNeil kom um miðjan síðari hálfleikinn en skot hans var fast og hnitmiðað og söng í netinu.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.