Aston Villa missteig sig í toppbaráttunni

Joel Ward og James Ward-Prowse eigast við í leik Crystal …
Joel Ward og James Ward-Prowse eigast við í leik Crystal Palace og West Ham. AFP/Ben Stansall

Aston Villa missteig sig í toppbaráttunni en liðið gerði 2:2-jafntefli við Bournmouth í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Bournemouth í dag.

Aston Villa er í fjórða sæti með 29 stig, fjórum minna en Arsenal á toppnum. Bournemouth er í 16. sæti með 13 stig.

Antonie Semenyo kom Bounemouth yfir á tíundu mínútu en Leon Bailey jafnaði metin á 20. 

Dominic Solanke kom svo Bournemouth yfir á nýjan leik á 52. mínútu en Ollie Watkins jafnaði metin undir lok leiks. 

Jafntefli í Lundúnaslag

West Ham og Crystal Palace skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á London Stadium í dag. 

Mohammed Kudus kom West Ham yfir á 13. mínútu eftir sendingu frá Vladimir Coufal. Odsonne Edouard jafnaði síðan metin fyrir Crystal Palace á 53. mínúu. 

West Ham er í níunda sæti með 21 stig en Crystal Palace er í 12. með 16 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert