Fór úr axlarlið og aðgerð líkleg

Nick Pope sárþjáður í gær.
Nick Pope sárþjáður í gær. AFP/Andy Buchanan

Englendingurinn Nick Pope, markvörður Newcastle, fór úr axlarlið í 1:0-sigri liðsins á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. 

Mun Pope líklegast þurfa að gangast í gegnum aðgerð á öxlinni og verður því frá næstu vikurnar, jafnvel mánuði, til að auka á meiðsla vandræði Newcastle-manna sem hafa ekki fyllt bekkinn undanfarnar vikur. 

Þetta staðfesti Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, í viðtali við SkySports eftir sigur sinna manna í gær sem eru nú í fimmta sæti með 26 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert