Jafn­tefli í Lund­úna­slag (myndskeið)

Ensku úrvalsdeildarfélögin West Ham og Crystal Palace, skildu jöfn, 1:1, í ensku úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu í London í dag. 

Mohammed Kudus kom West Ham yfir á 13. mín­útu eft­ir undirbúning frá Vla­dimir Coufal. Od­sonne Edou­ard jafnaði svo met­in fyr­ir Crystal Palace á 53. mínútu.

West Ham er í níunda sæti deildarinnar með 21 stig og Crystal Palace í 12. sæti með 16 stig.

Mörkin má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­starfi við Sím­ann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert