Ensku úrvalsdeildarfélögin West Ham og Crystal Palace, skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í London í dag.
Mohammed Kudus kom West Ham yfir á 13. mínútu eftir undirbúning frá Vladimir Coufal. Odsonne Edouard jafnaði svo metin fyrir Crystal Palace á 53. mínútu.
West Ham er í níunda sæti deildarinnar með 21 stig og Crystal Palace í 12. sæti með 16 stig.
Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.