Arsenal og Liverpool eigast við í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar sem fram fer sjötta og sjöunda janúar.
Um risa leik strax í þriðju umferð er að ræða en leikið verður á Emirates, heimavelli Arsenal.
Dregið var rétt í þessu en ásamt því mætast einnig úrvalsdeildarliðin Tottenham og Burnley á Tottenham-vellinum, Brentford og Wolves á Brentford-vellinum og Crystal Palace og Everton á Selhurst Park.
Þá mætir Newcastle erkifjendum sínum í Sunderland á útivelli. Manchester United mun heimsækja Wigan, Chelsea fær Preston í heimsókn og Manchester City fær Huddersfield í heimsókn.