Manchester City og Tottenham gerðu jafntefli, 3:3, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Manchester í dag.
Heung-Min Son skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, eitt fyrir Tottenham og eitt fyrir City. Phil Foden kom svo City yfir en Giovani Lo Celco jafnaði metin fyrir Tottenham.
Jack Grealish, sem kom inn á sem varamaður, skoraði þriðja mark City áður en Dejan Kulusevski jafnaði fyrir Tottenham undir lok leiksins.
Auk markanna átti City tvö stangarskot og Haaland klúðraði dauðafæri.
Unir lok leiks var Erling Haaland bálreiður og strunsaði inn í búningsklefa. Hann var líklega að öskra á Simon Hooper sem tók af þeim marktækifæri undir lok leiks.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.