Sex mörk og Haaland bálreiður (myndskeið)

Manchester City og Tottenham gerðu jafntefli, 3:3, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Manchester í dag.

Heung-Min Son skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, eitt fyrir Tottenham og eitt fyrir City. Phil Fod­en kom svo City yfir en Gi­ovani Lo Celco jafnaði metin fyrir Tottenham.

Jack Greal­ish, sem kom inn á sem varamaður, skoraði þriðja mark City áður en Dej­an Kul­u­sevski jafnaði fyrir Tottenham undir lok leiksins.

Auk markanna átti City tvö stangarskot og Haaland klúðraði dauðafæri.

Unir lok leiks var Erling Haaland bálreiður og strunsaði inn í búningsklefa. Hann var líklega að öskra á Simon Hooper sem tók af þeim marktækifæri undir lok leiks.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert