Svakalegur fyrri hálfleikur á Anfield (myndskeið)

Fyrri hálfleikur Liverpool og Fulham var heldur betur tíðindamikill í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Anfield í dag. 

Staðan er 2:2 í hálfleik en Trent Alexander-Arnold og Alexis Mac Allister skoruðu frábær mörk fyrir Liverpool en Harry Wilson og Kenny Tete skoruðu mörk Fulham. 

Svipmyndir úr fyrri hálfleiknum má sjá hér að ofan en seinni hálfleikur hefst innan skamms og er í beinni textalýsingu á mbl.is. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert