Tíu Chelsea menn höfðu betur á brúnni

Enzo Fernandez að fagna seinna marki hans í dag.
Enzo Fernandez að fagna seinna marki hans í dag. AFP/Adrian Dennis

Chelsea hafði betur gegn Brighton & Hove Albion á heimavelli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Leikurinn endaði 3:2 fyrir Chelsea sem spilaði manni færri allan seinni hálfleikinn.

Enzo Fernándes skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu eftir stoðsendingu frá Benoit Badishile. Levi Colvill tvöfaldaði svo forystu Chelsea stuttu síðar eftir stoðsendingu frá Nicolas Jackson.

Facundo Bounanotte skoari fyrsta mark Brighton í leiknum á 43. mínútu eftir stoðsendingu frá Adam Lallana. 

Á 45. mínútu fékk Conno Gallagher sitt annað gula spjald og þar með rautt svo Chelsea spilaði manni færri seinni 45 mínútur leiksins.

Brighton náði þó ekki að nýta sér yfirtöluna og Chelsea skoraði þriðja mark þeirra á 65. mínútu eftir að James Millner braut á Mykhaylo Mudryk inn í teig.

Enzo Fernándes steig á punktinn og skoraði þaðan í mitt markið.

Joao Pedro skoraði annað mark Brighton á annarri mínútu uppbótartímans en það dugði ekki til og Chelsea vann leikinn 3:2.

Brighton er nú í 8. sæti deildarinnar með 22 stig og Chelsea í 10. sæti með 19 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert