„Ég segi bara til hvers?“ sagði knattspyrnukonan fyrrverandi Margrét Lára Viðarsdóttir í Vellinum á Síminn Sport þegar rætt var um leik Liverpool og Fulham.
Trent Alexander-Arnold kom Liverpool yfir með frábæru aukaspyrnumarki en 20. mínútu en eftir að enska úrvalsdeildin hafði skoðað markið betur var ákveðið að skrá það á Bernd Leno, markvörð Fulham.
„Til hvers að skrá markið á markmanninn,“ sagði Margrét Lára meðal annars en boltinn fór í þverslánna, í bakið á Leno og þaðan í netið.