Enska úrvalsdeildin hefur gert nýjan samning við sjónvarpstöðvarnar Sky og TNT um sjónvarpsrétt í heimalandinu sem hljóðar upp á 6,7 milljarða punda.
Sýnt verður frá allt að 270 leikjum í beinni útsendingu.
Samkvæmt samningnum mun BBC halda áfram að sýna hápunkta úr leikjum í þættinum Match of the Day.
Samningurinn gildir til fjögurra ára, frá tímabilinu 2025 til 2026, og mun vera sá stærsti í sportinu sem hefur verið undirritaður í Bretlandi. Sjónvarpsréttarsamningurinn sem núna er í gildi hljóðaði upp á 5 milljarða punda, að sögn BBC.