Dómarastarfið er vanþakklátt starf

Simon Hooper að störfum í leik Manchester City og Tottenham.
Simon Hooper að störfum í leik Manchester City og Tottenham. AFP

„Pæliði samt í því hvað dómarastarfið er svakalega vanþakklátt starf,“ sagði umsjónarmaðurinn Bjarni Helgason í Fyrsta sætinu, þegar rætt var um enska boltann. 

Dæmdi óaðfinnanlega

Simon Hooper dæmdi stórleik Manchester City og Tottenham á Etihad-vellinum í Manchester á sunnudaginn en hann gerði sig sekan um slæm mistök í uppbótartíma síðari hálfleiks sem hann var harðlega gagnrýndur fyrir.

„Hann var búinn að dæma þennan leik óaðfinnanlega og án þess að gera einhver mistök,“ sagði Bjarni.

„Svo gerir hann ein mistök og hann er algjörlega dæmdur af þessu eina atviki,“ sagði Bjarni meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert