Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Sheffield United hafa sagt Paul Heckingbottom upp sem stjóra liðsins.
Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag en Heckingbottom, sem er 46 ára gamall, hafði stýrt Sheffield United frá árinu 2021 og kom liðinu upp í úrvalsdeildina síðasta vor. Heckingbottom er fyrsti stjórinn sem lætur af störfum í úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Hinn 56 ára gamli Chris Wilder hefur tekið við stjórnartaumunum hjá félaginu á nýjan leik en hann þekkir vel til hjá félaginu eftir að hafa stýrt því á árunum 2016 til 2021.
Sheffield United hefur gengið afleitlega á tímabilinu og er með fimm stig í neðsta sæti deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti en liðið mætir Liverpool á morgun í Sheffield.