Hinn suðurkóreski Hwang Hee-Chan skoraði sigurmark Wolverhampton Wanderers þegar liðið lagði Burnley að velli, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Markið kom á 42. mínútu eftir mistök hjá Sander Berge, miðjumanni Burnley.
Sigurmark Hwangs má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.