United hefur ekkert að gera í Meistaradeildina

Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United. AFP/Andy Buchanan

„Ef við horfum á frammistöðu liðsins hingað til þá yrði það kraftaverk ef United nær Meistaradeildarsæti,“ sagði Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu, í Fyrsta sætinu, þegar rætt var um enska boltann. 

Klúbbar sem eru ekki í sömu skúffu

Manchester United tapaði á útivelli gegn Newcastle á laugardaginn, 1:0, en frammistaða liðsins var alls ekki sannfærandi og situr liðið nú í sjöunda sæti deildarinnar með 24 stig.

„Ég sé það bara ekki gerast því miður,“ sagði Guðmundur.

„Er eitthvað skemmtilegt fyrir United að komast í Meistaradeildina þegar þeir eru svo bara flengdir af liðum eins og Köbenhavn og Galatasaray? Þetta eru klúbbar sem eru ekki í sömu skúffu og United og þeir hafa ekkert að gera í Meistaradeildina eins og staðan er núna,“ sagði Heiðar Austmann, útvarpsmaður á K100, meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert