Pep Guardiola, knattspyrnustjóri þrefaldra meistara Manchester City, segir liðið ekki af baki dottið þrátt fyrir þrjú jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í röð og að það hyggist vinna Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð.
Man. City er stendur í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Arsenal.
„Tilfinningin í dag er sú að við munum vinna ensku úrvalsdeildina.
Fólk trúir því ekki vegna þess að við höfum gert þrjú jafntefli í röð en við ætlum að endurtaka leikinn, vitandi það að það verður ekki auðvelt,“ sagði Guardiola á fréttamannafundi í dag.
Engu liði hefur nokkru sinni tekist að vinna efstu deild Englands fjögur tímabil í röð en Man. City, Manchester United, Liverpool, Arsenal og Huddersfield Town hefur öllum tekist að vinna þrisvar í röð.
„Þetta er erfitt því að ekkert lið hefur náð þessum árangri áður. Þess vegna er þetta svona erfitt.
Þetta var erfitt á síðasta tímabili og er erfitt á þessu tímabili. Ef þú spyrð mig í dag hvernig okkur líður þá segjumst við ætla að vinna deildina aftur,“ bætti spænski stjórinn við.