Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sigurmark Chelsea gegn Manchester United í fyrsta deildarleik Portúgalans José Mourinho sem stjóra Chelsea.
Leikurinn fór fram hinn 15. ágúst árið 2004 en Eiður Smári skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri Chelsea strax á 15. mínútu.
Manchester United og Chelsea mætast í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í Manchester í kvöld klukkan 20:15 og verður leikurinn í beinni textalýsingu á mbl.is.