Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sló á létta strengi á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Botnlið Sheffield United rak Paul Heckingbottom úr starfi fyrr í vikunni og réði Chris Wilder í hans stað.
Á fundinum í gær sagði Klopp að greining Liverpool á því hvernig nýliðar Sheffield hafa spilað á tímabilinu væri því orðin gagnslaus.
„Í fyrsta lagi getum við hent leikgreiningunni okkar í ruslið! Við getum ekki eytt miklum tíma í að hugsa um hana og ættum bara að einbeita okkur að því að spila fótboltaleik.
Ég átta mig á því að nýr stjóri er kominn í brúna en við látum það ekki rugla okkur í rýminu. Ég held að hann [Wilder] geti ekki breytt mjög miklu á svona stuttum tíma og við getum sjálfir spilað á mismunandi hátt.
Við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum,“ sagði Klopp.