Leon Bailey skoraði sigurmark Aston Villa þegar liðið gerði sér lítið fyrir og vann 1:0-sigur á þreföldum meisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Bailey fékk þá boltann við miðlínuna, brunaði fram völlinn án þess að varnarmenn Man. City fengju rönd við reist, tók skot fyrir utan vítateig sem fór af varnarmanni og þaðan í netið.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.