Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool eiga nú í viðræðum við Nice um kaup á franska miðjumanninum Khéphren Thuram.
Það er Teamtalk sem greinir frá þessu en Thuram, sem er 22 ára gamall, var sterklega orðaður við Liverpool í sumar.
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er mikill aðdáandi leikmannsins og hann vill styrkja miðsvæðið hjá sér þegar janúarglugginn verður opnaður.
Frakkinn kostar í kringum 30 milljónir punda en hann er uppalinn hjá Monaco og á að baki einn A-landsleik fyrir Frakkland.
Teamtalk greinir frá því að Thuram sé einnig undir smásjá Manchester City og því vilji forráðamenn Liverpool ganga frá kaupunum á leikmanninum í janúar, frekar en næsta sumar.