Mikið áfall fyrir Newcastle

Nick Pope er á leið í aðgerð og verður lengi …
Nick Pope er á leið í aðgerð og verður lengi frá. AFP/Andy Buchanan

Nike Pope, markvörður enska knattspyrnufélagsins Newcastle, er á leið í aðgerð eftir að hafa farið úr axlarlið í leik liðsins gegn Manchester United um síðustu helgi.

Þetta tilkynnti Eddie Howe, stjóri liðsins, á blaðamannafundi liðsins í morgun en Newcastle mætir Everton á Goodison Park í Liverpool í 15. umferð deildarinnar á morgun.

Pope, sem er 31 árs gamall, verður frá í fjóra mánuði hið minnsta og snýr því ekki aftur í lið Newcastle fyrr en í fyrsta lagi í apríl.

Þetta er mikið áfall fyrir Pope og Newcastle enda markvörðurinn verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu og þá hafði hann einnig gert sér vonir um byrjunarliðssæti í enska landsliðinu á EM næsta sumar.

Newcastle er með 26 stig í sjötta sæti deildarinnar, tíu stigum minna en topplið Arsenal, og stigi frá Meistaradeildarsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert