Wayne Rooney skoraði frábært mark fyrir Manchester United þegar liðið heimsótti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu tímabilið 2010-11.
Liðin hafa lengi eldað grátt silfur saman en í tilefni stórleiks liðanna í kvöld á Old Trafford rifjaði enska úrvalsdeildin upp nokkur frábær mörk úr leikjum liðanna í gegnum tíðina.
Leikur Manchester United og Chelsea hefst á Old Trafford klukkan 20:15 og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.