Yaya Touré skoraði magnað mark fyrir Manchester City þegar liðið tók á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu tímabilið 2013-14.
Leiknum lauk með naumum sigri City, 1:0, en Touré tók sprettinn frá eigin vallarhelmingi áður en hann setti boltann snyrtilega í netið.
Aston Villa og Manchester City mætast á Villa Park í Birmingham klukkan 20:15 í kvöld og verður leikurinn í beinni textalýsingu á mbl.is.