Marcos Senesi og Kieffer Moore skoruðu mörk Bournemouth þegar liðið lagði Crystal Palace að velli, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.
Bæði mörkin voru góð skallamörk.
Það fyrra kom í fyrri hálfleik eftir vel útfærða hornspyrnu og það síðara eftir skyndisókn og laglega fyrirgjöf Philips Billings.
Mörkin tvö má sjá í spilaranum hér að ofan.