Maguire og ten Hag bestir í nóvember

Harry Maguire er leikmaður nóvembermánaðar.
Harry Maguire er leikmaður nóvembermánaðar. AFP/Oli Scarff

Harry Maguire, miðvörður Manchester United, hefur verið útnefndur besti leikmaður nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Knattspyrnustjóri hans, Erik ten Hag, er þá besti stjóri mánaðarins.

Maguire stóð vaktina í hjarta varnarinnar með sóma þegar Man. United vann alla þrjá deildarleiki sína í nóvember án þess að fá á sig mark.

Af sömu ástæðu hefur ten Hag verið útnefndur stjóri mánaðarins en liðið hafði betur gegn Fulham, Luton Town og Everton.

Leikirnir gegn Fulham og Luton unnust 1:0 og leikurinn gegn Everton 3:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert