Tottenham sló óeftirsóknarverð met

Það gengur lítið hjá Tottenham þessa dagana.
Það gengur lítið hjá Tottenham þessa dagana. AFP/Ian Kington

Tottenham Hotspur sló tvö met í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið tapaði 1:2 fyrir West Ham United á heimavelli í gærkvöldi.

Metin eru ekki af hinu góðu en Tottenham hefur einungis unnið sér inn eitt stig í síðustu fimm deildarleikjum eftir að hafa byrjað tímabilið stórkostlega.

Svo vill til að Tottenham hefur komist í 1:0 í öllum fimm leikjunum og er þar með fyrsta liðið í rúmlega þriggja áratuga sögu úrvalsdeildarinnar sem kemst yfir en tekst ekki að vinna í fimm leikjum í röð.

Einnig er Tottenham fyrsta liðið í sögu deildarinnar sem kemst í 1:0 í þremur heimaleikjum í röð en tapar þeim svo öllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert