Liverpool tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 2:1-seiglusigri á Crystal Place á Selhurst Park í Lundúnum í dag.
Crystal Palace skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu í seinni hálfleik eftir að Andrew Madley dómari var sendur í skjáinn.
Harvey Elliott kom inn á sem varamaður fyrir Liverpool og reyndist örlagavaldur. Hann fiskaði Andre Ayew út af áður en Salah jafnaði metin og rak svo smiðshöggið sjálfur með góðu langskoti.
Mörkin úr leiknum og helstu tilþrifin er að finna í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.