Góð stig fyrir botnliðin

Jóhann Berg Guðmundsson og Mike Tresor, leikmenn Burnley.
Jóhann Berg Guðmundsson og Mike Tresor, leikmenn Burnley. AFP/Paul Ellis

Fjórir leikir voru á dagskrá í dag klukkan 15 í ensku úrvalsdeildinni. Bournemouth bar sigur úr býtum gegn Manchester United, 3:0.

Brighton tók á móti nýliðum Burnley í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag og var Jóhann Berg Guðmundsson í byrjunarliði Burnley. Leikurinn endaði 1:1 og Burnley áfram í fallsætum úrvalsdeildarinnar.

Jóhann Berg fór af velli í seinni hálfleiknum er Burnley var með 1:0 forrystu í leiknum þökk sé glæsilegu marki frá Odobert undir lok fyrri hálfleiksins. Tuttugu mínútum síðar jafnaði Brighton metin er Adingra skoraði laglegt skallamark og bjargaði stigi fyrir Brighton sem er nú í áttunda sæti deildarinnar með 26 stig.

Sheffield United gegn Brentford

Sheffield United tók á móti Brentford en lítið hefur gengið upp hjá Sheffield á tímabilinu en þeir létu knattspyrnustjórann sinn fara fyrr í vikunni. Sheffield gerði sér þó lítið fyrir og vann 1:0 sigur á Brentford og Sheffield United því með 8 stig í síðasta sæti deildarinnar.

Markið skoraði James McAtee undir lok fyrri hálfleiksins. Brentford situr í ellefta sæti deildarinnar með 19 stig.

Wolves gegn Nottingham Forest

Wolves og Nottingham Forest skildu jöfn, 1:1 á heimavelli Wolves, Molineux. Leikmaður Nottingham Forest, Harry Toffolo skoraði fyrsta mark leiksins með skalla eftir fyrirgjöf frá Neco Williams en um 15 mínútum síðar jafnaði Matheus Cunha metin fyrir Úlfana eftir sendingu frá Spánverjanum Pablo Sarabia.

Wolves er í tólfta sæti deildarinnar með 19 stig en Nottingham Forest í því sextánda með 14 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert