Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er meðal áhorfenda á Old Trafford á leik Manchester United og Bournemouth. Manchester United TV tók viðtal við forsetann en Guðni hefur verið United-aðdáandi frá barnæsku.
„Faðir minn heitinn sagði mér að halda með Manchester United,“ sagði hann í viðtalinu við MUTV. Aðspurður nefndi Guðni nokkra af sínum uppáhalds United-leikmönnum úr barnæsku, markverðina Alex Stepney og Gary Bailey þeirra á meðal.
Þá sagði Guðni að ef hann fengi að óska sér yrði jólagjöfin hans í ár að Rasmus Højlund, leikmaður United, skoraði í deildinni.
„Það mun gerast, hver veit, kannski í dag,“ bætti hann við.
It's not every day we welcome the president of Iceland to Old Trafford...
— Manchester United (@ManUtd) December 9, 2023
A pleasure to have you, Gudni Johannesson 🇮🇸#MUFC || #MUNBOU