Vandræði Chelsea ná engum enda

Everton vann sinn þriðja leik í ensku úrvalsdeildinni í röð þegar að liðið lagði Chelsea, 2:0, á Goodison Park í dag. 

Markalaust var í hálfleik en á 54. mínútu kom Abdoulaye Doucouré Everton yfir þegar að boltinn barst til hans inn á teignum. 

Lewis Dobbin innsiglaði svo sigur Everton á annarri mínútu uppbótartímans með hnitmiðuðu skoti. 

Everton er í 17. sæti deildarinnar með 13 stig, en tíu stig voru dregin af liðinu. Chelsea er í 12. sæti með 19 stig. 

Grealish tryggði City sigur

Englandsmeistarar Manchester City unnu góðan útisigur á Luton, 2:1, á Kenilworth Road.

Elijah Adebayo kom Luton óvænt yfir undir lok fyrri hálfleiksins með skallamarki eftir góða fyrirgjöf frá Androsi Townsend. 

Bernardo Silva jafnaði metin fyrir Manchester City á 62. mínútu þegar boltinn barst til hans rétt innan teigs. 

Jack Grealish kom svo City yfir þremur mínútum seinna eftir sendingu frá Julian Álvarez og þar við sat. 

City er í fjórða sæti með 33 stig en Luton er í 18. með níu. 

Fulham burstaði West Ham

Fulham fór afar illa með West Ham, 5:0, á heimavelli sínum Craven Cottage í dag. 

Mörk Fulham skoruðu Raul Jiménez, Willian, Tosin Adarabioyo, Harry Wilson og Carlos Vinicius. 

Fulham er í tíunda sæti með 21 stig en West ham er í níunda sæti með 24. 

Enski boltinn í beinni opna loka
kl. 15:58 Textalýsing Leik lokið! Everton vinnur Chelsea 2:0.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert