Ekki refsað fyrir hálstakið

Nicolas Jackson í orðaskaki við leikmenn Everton í gær.
Nicolas Jackson í orðaskaki við leikmenn Everton í gær. AFP/Peter Powell

Nicolas Jackson, sóknarmanni Chelsea, verður ekki gerð refsing eftir að hafa tekið Nathan Patterson, bakvörð Everton, hálstaki eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Leiknum lauk með 3:0-sigri Everton og kastaðist í kekki milli Jackson og Patterson, sem endaði með því senegalski sóknarmaðurinn tók Skotann hálstaki.

Matt Law, blaðamaður hjá Daily Telegraph, greinir frá því á X-aðgangi sínum að enska knattspyrnusambandið hyggist ekki aðhafast neitt frekar í málinu þar sem dómarar leiksins hafi séð atvikið og ákveðið að refsa Jackson ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert