„Er þetta ekki víti?“

Gylfi Ein­ars­son og Bjarni Þór Viðars­son voru gest­ir Tóm­as­ar Þórs Þórðar­son­ar í Vell­in­um á Sím­an­um Sport, en fjallað er um ensku úr­vals­deild­ina í fót­bolta í þætt­in­um.

Farið var yfir klippu úr leik Aston Villa og Arsenal þar sem virðist brotið á Gabriel Jesus, framherja Arsenal, inni í vítateig Aston Villa en ekkert víti var dæmt. Knattspyrnustjóri Arsenal, Mikel Arteta, hefur kosið að tjá sig ekki um málið en er þó verulega ósáttur við dómgæsluna í leiknum og fer ekki fram hjá neinum hver skoðun hans á dómnum er.

Umræðurn­ar má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert