„Erik ten Hag verður að fara“

Erik ten Hag tók við stjórnartaumunum hjá Manchester United sumarið …
Erik ten Hag tók við stjórnartaumunum hjá Manchester United sumarið 2022. AFP/Darren Staples

„Félagið reyndi að selja Scott McTominay og Harry Maguire í sumar og þetta eru búnir að vera tveir af bestu leikmönnum liðsins á tímabilinu,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um enska boltann.

Manchester United tapaði illa á Old Trafford fyrir Bournemouth í 16. umferð deildarinnar, 3:0, en liðið hafði áður unnið góðan 2:1-sigur gegn Chelsea í miðri viku í deildinni.

Skipulagið ekkert

„Þetta segir manni það að skipulag þjálfarans og planið hjá honum er ekkert, þetta er bara eitthvað og hann er algjörlega árulaus líka,“ sagði Hörður Snævar.

„Erik ten Hag verður að fara! Ég held að það taki enginn leikmaður liðsins mark á honum og núna er hann farinn í eitthvað stríð við Raphael Varane, til hvers?

Ég er ekki að segja Varane sé fullkominn en það er of mikið af bulli í gangi þarna. Jürgen Klopp og Pep Guardiola eru báðir með vitleysinga í sínum leikmannahópum en þar sérðu ekki svona vesen, þar eru málin tækluð innanhúss,“ sagði Hörður Snævar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert