Ratcliffe gagnrýnir fyrirliðann

Jim Ratcliffe.
Jim Ratcliffe. AFP/Valery Hache

Sir Jim Ratcliffe, stærsti einstaki landeigandi á Íslandi sem brátt eignast 25 prósenta hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United, gagnrýnir Bruno Fernandes, fyrirliða karlaliðsins.

Í bókinni Grit, Rigour & Humour: The Ineos Story, sem fjallar um fyrirtæki Ratcliffes, Ineos, og kom út í sumar skrifar hann sjálfur fyrsta kaflann og minnist þar á Fernandes.

Ratcliffe rifjar upp þegar hann heimsótti Cook-eyjur í Kyrrahafinu og fór á rúbbíleik.

„Ég fann jörðina skjálfa í hvert skipti sem innfæddur leikmaður skall saman við annan í viðureign sem fór fram þar. Einn leikmaður var borinn fótbrotinn af velli í skottinu á pallbíl.

Þetta var mjög ólíkt því þegar Bruno Fernandes greip um andlitið á sér án þess að það hafi verið snert, í þeim ógöngum sem liðið lenti í gegn Liverpool nýlega,“ skrifaði Ratcliffe.

Vísaði hann til þess þegar Fernandes lá eftir í 7:0-tapi Manchester United fyrir Liverpool á Anfield í mars á síðasta tímabili.

Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes. AFP/Oli Scarff
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert