Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool íhuga það nú að kalla portúgalska sóknarmanninn Fábio Carvalho til baka úr láni.
Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu en Carvalho, sem er 21 árs gamall, gekk til liðs við RB Leipzig í þýsku 1. deildinni á láni frá Liverpool fyrir yfirstandandi tímabil.
https://www.mbl.is/sport/fotbolti/2023/06/30/lanadur_fra_liverpool_til_leipzig/
Carvalho hefur hins vegar fengið fá tækifæri í Þýskalandi og hefur aðeins leikið 257 mínútur með liðinu á tímabilinu við lítinn fögnuð forráðamanna Liverpool sem eru ósáttir með lánsdvölina í Þýskalandi enda miklar vonir bundnar við Portúgalann í framtíðinni.
Romano greinir frá því að félagið muni að öllum líkindum kalla hann til baka úr láni á næstunni en hann gekk til liðs við Liverpool frá Fulham sumarið 2022 og á að baki 21 leik fyrir félagið þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.